Tax-free endurgreiðsla í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri

Málsnúmer 2015020151

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 182. fundur - 26.02.2015

María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála á Akureyrarstofu kom á fundinn og greindi frá breytingum sem framundan eru í Tax-free endurgreiðslu. Í þeim felst m.a. að ekki verður leyfilegt skv. reglugerð nr. 1188/2014, sem tók gildi 1. febrúar 2015, að bjóða upp á endurgreiðslu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri frá og með 1. júlí 2015.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu fyrir kynninguna og felur henni að koma athugasemdum við reglugerð þessa á framfæri við ráðuneytið. Jafnframt er starfsfólki Akureyrarstofu falið að kynna fyrirhugaðar breytingar fyrir hagsmunaaðilum í bænum.