Umsókn um TV einingar v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

Málsnúmer 2015020117

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 23.03.2015

Umfjöllun um umsókn sem móttekin var 17. febrúar 2015 frá Soffíu Vagnsdóttur fræðslustjóra Akureyrarbæjar, um tímabundin viðbótarlaun v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna fyrir starf félagsráðgjafa á skóladeild.
Afgreiðslu frestað.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 12.05.2015

Fram haldið umfjöllun sem frestað var á fundi kjarasamninganefndar 23. mars sl. um umsókn um tímabundin viðbótarlaun v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna fyrir starf félagsráðgjafa á skóladeild.
Afgreiðslu frestað.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 13.07.2015

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 12. maí 2015.
Framhaldið umfjöllun sem frestað var á fundi kjarasamninganefndar 23. mars sl. um umsókn um tímabundin viðbótarlaun v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna fyrir starf félagsráðgjafa á skóladeild.
Afgreiðslu frestað.
Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu. Umsókn um tímabundin viðbótarlaun vegna markaðsaðstæðna fyrir umrætt starf á skóladeild uppfyllir ekki skilyrði 1. og 3. greinar reglna Akureyrarbæjar um tímabundin viðbótarlaun, sem samþykktar voru í kjarasamninganefnd 14. febrúar 2014.