Kjarasamninganefnd

3. fundur 12. maí 2015 kl. 08:30 - 10:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Umsókn um TV einingar v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

Málsnúmer 2015020117Vakta málsnúmer

Fram haldið umfjöllun sem frestað var á fundi kjarasamninganefndar 23. mars sl. um umsókn um tímabundin viðbótarlaun v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna fyrir starf félagsráðgjafa á skóladeild.
Afgreiðslu frestað.

2.TV einingar - úthlutun vorið 2015

Málsnúmer 2015010236Vakta málsnúmer

Kynnt niðurstaða matshóps um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) vegna verkefna- og hæfni vorið 2015. Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar í matshópnum Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga til þriggja umsækjenda.

3.Kynjasamþætting og kynjuð fjárhagsáætlunargerð

Málsnúmer 2015050068Vakta málsnúmer

Umræða um innleiðingu á kynjasamþættingu og kynjaðri fjárhagsáætlunargerð hjá Akureyrarbæ, hlutverk og verkefni kjarasamninganefndar.

4.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

Málsnúmer 2015020119Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti kerfisbundna endurskoðun starfsmats sveitarfélaga sem unnið er að. Upplýsingar um starfsmat sveitarfélaga SAMSTARF má finna: http://www.samband.is/verkefnin/kjara--og-starfsmannamal/starfsmat/
Kjarasamninganefnd þakkar kymninguna.

Fundi slitið - kl. 10:30.