Glerárgata 36, Nesfrakt - beiðni um leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu

Málsnúmer 2015010175

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 525. fundur - 22.01.2015

Erindi dagsett 15. janúar 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Nesfraktar ehf., kt. 560403-2080, sækir um breytingar innanhúss á Glerárgötu 36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Erindi móttekið 15. janúar 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Nesfraktar ehf., kt. 560403-2080, óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að fá að nýta húsnæðið að Glerárgötu 36 undir starfsstöð sína á Akureyri næstu 6 mánuði.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar er ekki heimilt að starfrækja starfsemi eins og þessa á umræddu svæði og er því erindinu hafnað.

Fyrirtækinu er gefinn tveggja mánaða frestur til að koma sér upp framtíðaraðstöðu á nýjum stað sem er í samræmi við landnotkun aðalskipulags.