Réttarhvammur 4 - afturköllun úthlutunar lóðar

Málsnúmer 2014120090

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Erindi dagsett 16. desember 2014 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 4 við Réttarhvamm vegna stækkunar á gámasvæði. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir skipulag áætlaðra framkvæmda.

Jón Birgir kom á fundinn og gerði grein fyrir umsókninni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina til stækkunar og nýtingar með gámasvæðinu Réttarhvammi 2. Almennir byggingaskilmálar og skilmálar skipulags gilda.

Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að kanna forsendur fyrir deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Erindi dagsett 16. desember 2014 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 4 við Réttarhvamm vegna stækkunar á gámasvæði. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir skipulag áætlaðra framkvæmda.

Skipulagsnefnd samþykkti að veita umsækjanda lóðina til stækkunar og nýtingar með gámasvæðinu Réttarhvammi.
Skipulagsnefnd afgreiddi erindið 14. janúar 2015 en þar sem deiliskipulagsgerð hefur ekki farið fram á svæðinu er lóðarveitingin afturkölluð.

Hins vegar er framkvæmdadeild veitt til bráðabirgða 40m stækkun á lóðinni nr. 2 við Réttarhvamm til norðurs í samræmi við innsendan uppdrátt.