Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2014

Málsnúmer 2014110246

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1198. fundur - 03.12.2014

Lagt fram erindi dagsett 26. nóvember 2014 frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem hann óskar eftir endurnýjun á rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ.

Málinu er frestað til næsta fundar og Erlingi Kristjánssyni boðið að koma á fund ráðsins.

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Tekið fyrir að nýju erindi frá Fjölsmiðjunni á Akureyri dags. 26. nóvember 2014 um áframhaldandi rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ.
Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar mætti á fundinn og kynnti málið.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna en frestar afgreiðslu á erindinu.

Félagsmálaráð - 1201. fundur - 21.01.2015

Tekið var fyrir að nýju erindi dagsett 26. nóvember 2014 frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ. Málið var áður á dagskrá á tveimur fundum í desember sl.
Félagsmálaráð samþykkir að gera nýjan samstarfssamning við Fjölsmiðjuna á Akureyri fyrir árin 2015-2017. Sigríði Huld Jónsdóttur formanni félagsmálaráðs og Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdarstjóra fjölskyldudeildar er falið að ganga til viðræðna við Fjölsmiðjuna.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Lögð fram beiðni um endurnýjun samstarfssamnings.
Velferðarráð samþykkir endurnýjun samstarfssamnings við Fjölsmiðjuna á Akureyri.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Velferðarráð heimsótti Fjölsmiðjuna á Akureyri og fékk kynningu á starfseminni.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu á starfseminni.