Valagil - stígur um Valagil, Vesturgil og Vættagil að Réttarhvammi

Málsnúmer 2014110009

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Bæjarráð, á fundi sínum þann 4. desember 2014, vísaði eftirfarandi til skipulagsdeildar:


2. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

Karl Matthías Valtýsson bendir á að huga þurfi að nýjum göngustíg frá Valagili að Hlíðarfjallsvegi eða Hlíðarbraut vegna fyrirhugaðrar lokunar að lóð fyrirtækja við Réttarhvamm.
Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna en bendir á að á lóðunum nr. 1 og 3 við Réttarhvamm eru engar kvaðir um gönguleiðir og í skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinum stíg milli Valagils og Réttarhvamms eða Hlíðarfjallsvegar. Einungis er þar um að ræða gamlan slóða. Á deiliskipulagi Giljahverfis er gert ráð fyrir gönguleið úr syðri enda Valagils, sunnan við og gegn um Giljahverfi, niður að Hlíðarbraut.

Svæðið milli Réttarhvamms og Rangárvalla hefur ekki verið deiliskipulagt en skipulagsnefnd leggur til að tenging milli Giljahverfis og Hlíðarfjallsvegar verði skoðuð í deiliskipulagsvinnu svæðisins.