Ásatún 40-48 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu í 1. áfanga Naustahverfis

Málsnúmer 2014100070

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um deiliskipulagsbreytingu við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingareitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytingarnar og felur skipulagsstjóra að vinna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem síðar verði lögð fyrir nefndina. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 191. fundur - 12.11.2014

Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og er dagsett 12. nóvember 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3363. fundur - 18.11.2014

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. nóvember 2014:
Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf, kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf og er dagsett 12. nóvember 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 7. janúar 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. desember 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.

2) Norðurorku, dagsett 19. desember 2014.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Kjartansson, dagsett 12. desember 2014.

Óskað er eftir að með þessari deiliskipulagsbreytingu verði gerð breyting á stígum í nágrenninu þannig að norðurenda stígs, sem liggur meðfram lóðinni að austan, verði hliðrað til vesturs. Tilgangurinn er að bæta samgöngur milli Naustahverfis og Syðri-Brekku með því að láta stíga hverfisins standast á, minnka hæðarbreytingar og stytta meginleiðina.

2) Jóhannes Árnason, dagsett 7. janúar 2015.

Lagt er til að útfæra göngustíginn við austurhorn lóðar Ásatúns 40-48 þannig að umferð gangandi og hjólandi verði greiðari með því að gera beygjur aflíðandi.
Umsagnirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Svör við athugasemdum:

1) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Stígurinn austan lóðarinnar liggur að stíg sem liggur bæði í norður og suður þannig að með færslu hans til norðurs myndi tenging til suðurs versna.

Sjá þó svar við athugasemd 2).

2) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsnefnd beinir því þó til framkvæmdadeildar að tengja stígana saman með meira aflíðandi beygjum. Bent er á að núverandi afstaða stíganna miðast við fyrirhugaða göngubrú skv. deiliskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3366. fundur - 20.01.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. janúar 2015:

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 7. janúar 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. desember 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.

2) Norðurorku, dagsett 19. desember 2014.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Kjartansson, dagsett 12. desember 2014.

Óskað er eftir að með þessari deiliskipulagsbreytingu verði gerð breyting á stígum í nágrenninu þannig að norðurenda stígs, sem liggur meðfram lóðinni að austan, verði hliðrað til vesturs. Tilgangurinn er að bæta samgöngur milli Naustahverfis og Syðri-Brekku með því að láta stíga hverfisins standast á, minnka hæðarbreytingar og stytta meginleiðina.

2) Jóhannes Árnason, dagsett 7. janúar 2015.

Lagt er til að útfæra göngustíginn við austurhorn lóðar Ásatúns 40-48 þannig að umferð gangandi og hjólandi verði greiðari með því að gera beygjur aflíðandi.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Svör við athugasemdum:

1) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Stígurinn austan lóðarinnar liggur að stíg sem liggur bæði í norður og suður þannig að með færslu hans til norðurs myndi tenging til suðurs versna.

Sjá þó svar við athugasemd 2).

2) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsnefnd beinir því þó til framkvæmdadeildar að tengja stígana saman með meira aflíðandi beygjum. Bent er á að núverandi afstaða stíganna miðast við fyrirhugaða göngubrú skv. deiliskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.