Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090293

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu dreifikerfis hitaveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti. Einnig er gert ráð fyrir að hugað verði að heimlögnum vatnsveitu, fráveitu og rafveitu og gerðar endurbætur á því sem talin er þörf á. Meðfylgjandi er uppdráttur með loftmynd í mvk. 1:2000.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu dreifikerfis hitaveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Meðfylgjandi er endurnýjuð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu og skólpveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti á Akureyri. Skipulagsnefnd veitti þann 15. október 2014 framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu ásamt endurbótum á öðrum lögnum Norðurorku.

Nú hefur verið ákveðið að leggja nýtt fráveitukerfi fyrir skólp í hverfið og gera endurbætur á vatnslögnum, ofanvatnskerfi og rafkerfi.

Því er sótt um framkvæmdaleyfi að nýju vegna aukinna framkvæmda á svæðinu.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu hitaveitu, fráveitukerfis fyrir skólp ásamt endurbótum á vatnslögnum, ofanvatnskerfi og rafkerfi auk annarra lagna Norðurorku í Breiðholti.

Framkvæmdirnar eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.