PMTO - meðferð fyrir unglinga

Málsnúmer 2014090237

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1192. fundur - 24.09.2014

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar gerðu grein fyrir þeirri niðurstöðu Barnaverndarstofu að framlengja ekki samning við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga. Lagt fram minnisblað frá Áskeli Erni Kárasyni dagsett 23. september 2014.

Félagsmálaráð harmar að Barnaverndarstofa hefur nú hætt samstarfi við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra sem staðið hefur frá árinu 2009. Þessi þjónusta hefur falið í sér afar mikilvæga meðferð fyrir unglinga með hegðunarvandamál og fjölskyldur þeirra á Akureyri og nágrenni. Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri skerðingu á þjónustu sem þessu fylgir. Jafnframt telur ráðið að rök skorti fyrir þeirri mismunun eftir búsetu sem þessu fylgir, þar sem Barnaverndarstofa býður nú fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu viðamikla þjónustu af þessu tagi, sk. MST-meðferð sem er sinnt af tveimur fimm manna sérfræðingateymum. Með því að Barnaverndarstofa endurnýi ekki samninginn við Akureyrarbæ verður þessi þjónusta ekki lengur í boði á Akureyri og í raun ekki á landsbyggðinni.