Félagsmálaráð

1192. fundur 24. september 2014 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki á fundinn.

Jóhann Gunnar Sigmarsson L-lista mætti kl. 14:07.

1.PMTO - meðferð fyrir unglinga

Málsnúmer 2014090237Vakta málsnúmer

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar gerðu grein fyrir þeirri niðurstöðu Barnaverndarstofu að framlengja ekki samning við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga. Lagt fram minnisblað frá Áskeli Erni Kárasyni dagsett 23. september 2014.

Félagsmálaráð harmar að Barnaverndarstofa hefur nú hætt samstarfi við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra sem staðið hefur frá árinu 2009. Þessi þjónusta hefur falið í sér afar mikilvæga meðferð fyrir unglinga með hegðunarvandamál og fjölskyldur þeirra á Akureyri og nágrenni. Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri skerðingu á þjónustu sem þessu fylgir. Jafnframt telur ráðið að rök skorti fyrir þeirri mismunun eftir búsetu sem þessu fylgir, þar sem Barnaverndarstofa býður nú fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu viðamikla þjónustu af þessu tagi, sk. MST-meðferð sem er sinnt af tveimur fimm manna sérfræðingateymum. Með því að Barnaverndarstofa endurnýi ekki samninginn við Akureyrarbæ verður þessi þjónusta ekki lengur í boði á Akureyri og í raun ekki á landsbyggðinni.

2.Forgangur í leiguhúsnæði 2014 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013110080Vakta málsnúmer

Selma Heimisdóttir félagsráðgjafi kynnti viðbótargögn vegna áfrýjunar um forgang í leiguhúsnæði. Málið var áður á dagskrá 3. september sl.

Áfrýjun og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2014080057Vakta málsnúmer

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Alfreðsdóttir skrifstofustjóri búsetudeildar, Heiðrún Björgvinsdóttir skrifstofustjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir sínar deildir.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna, lokaafgreiðsla verður á næsta fundi ráðsins þann 1. október 2014.

Oktavía Jóhannesdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:55.

Fundi slitið - kl. 16:30.