Fagrasíða 1a, b, og c, - beiðni um kostnaðarþátttöku við gerð skjólveggja

Málsnúmer 2014080140

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 187. fundur - 10.09.2014

Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags sækir um styrk vegna gerðar skjólveggja við Fögrusíðu 1a, b, og c, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Verkfræðistofan EFLA vinnur nú að gerð hljóðkorts fyrir Akureyri en þar mun koma fram hvort aðgerða er þörf vegna hugsanlegra hljóðvistarvandamála. Þar sem þeirri vinnu er ekki lokið er ekki hægt að segja til um hvort aðgerða vegna hljóðvistar er þörf við Austursíðu sem kallar á kostnaðarþátttöku bæjarins.
Að öðru leyti er erindinu vísað til afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi aðra þætti erindisins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 509. fundur - 18.09.2014

Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags, kt. 440393-2929, sækir um leyfi fyrir garðskúrum, heitum pottum og skjólgirðingum við Fögrusíðu 1 a,b og c. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið enda verði heitir pottar a.m.k. 40 cm yfir yfirborði palls með læstu loki. Frárennsli frá pottum skal tengt skólplögnum hússins.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz Jóhannsson f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags, kt. 440393-2929, sækir um styrk vegna gerðar skjólveggja við Fögrusíðu 1 a, b og c, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 10. september 2014 þar sem hljóðskýrsla lá ekki fyrir.
Skipulagsstjóri samþykkti 18. september 2014 uppsetningu skjólveggja á lóðinni, en skipulagsnefnd hefur ekki fjárveitingar til eða veitir styrki til hljóðvarna.