Naustaskóli 2. áfangi - lóðarfrágangur 2014

Málsnúmer 2014070151

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 245. fundur - 25.07.2014

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 17. júlí 2014:
Staða framkvæmda við Naustaskóla.
Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að farið verði í framkvæmdir við lóð vestan við Naustaskóla við aðalinngang á árinu og vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Frekari ákvarðanir um framkvæmdir við Naustaskóla er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og stefnt er að að ljúka framkvæmdum sem fyrst.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu bæjarráðs dagsetta 17. júlí 2014 um framkvæmdir á vesturhluta lóðar við aðalinngang Naustaskóla.

Framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar falið að bjóða út umræddar lóðarframkvæmdir við aðalinngang.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 246. fundur - 15.08.2014

Lagðar fram niðurstöður útboðs frá 8. ágúst 2014 á verkinu. Alls bárust tvö tilboð í verkið og eftir yfirferð er niðurstaðan eftirfarandi:
Finnur ehf - kr. 21.075.440 - 82,6% af kostnaðaráætlun.
Garðtækni ehf - kr. 20.778.880 - 81,4% af kostnaðaráætlun.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Garðtækni ehf, á grundvelli tilboðs.