Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2014

Málsnúmer 2014070022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3419. fundur - 10.07.2014

Erindi dags. 1. júlí 2014 frá Vinum Akureyrar þar sem óskað er eftir að skemmtistaðir megi vera opnir um Verslunarmannahelgina til kl. 02:00 aðfararnótt föstudags og til kl. 05:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags og mánudags.

Með vísan 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00 og aðfararnótt mánudags til kl. 04:00. Bæjarráð telur ekki rök fyrir að auka opnunartíma aðfararnótt mánudags frekar en heimilt er í lögreglusamþykktinni á almennum frídögum. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni Vina Akureyrar um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.

Stjórn Akureyrarstofu - 170. fundur - 28.08.2014

Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri viðburða fór yfir framkvæmd og árangur hátíðarinnar Einnar með öllu 2014.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Kristínu Sóleyju fyrir greinargóða samantekt um hátíðina.