Hlíðarfjallsvegur 15, KKA - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2014060024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 181. fundur - 11.06.2014

Erindi dagsett 27. maí 2014 þar sem Þorsteinn Hjaltason f.h. KKA Akstursíþróttafélags, kt. 420296-2319, sækir um framkvæmdarleyfi á lóð KKA við Glerárhóla og Torfdal.
Um er að ræða eftirtaldar framkvæmdir:
1) Fylla gíginn sem er vestan við svæðið.
2) Reisa tækjaskemmu norðan við félagsheimilið.
3) Reisa félagsheimili þar sem gígurinn er núna.
4) Setja upp aðstöðu fyrir keppnisfólk og áhorfendur á þeim stað sem er verið að fylla núna, þ.e. þar sem gígurinn er.
5) Gera hljóðmanir við Hlíðarfjallsveg.
6) Laga námurnar sem eru við Hlíðarfjallsveg, færa til efni og e.t.v. bæta við efni til að styrkja landið á bak við brekkuna ofan Torfdals.
7) Gera göng undir áætlaðan veg inn á skotsvæðið og aksturssvæði KKA.
8) Bæta við efni í akstursbrautir. Árlega þarf u.þ.b. 2000-2600 m3 af mold í brautir félagsins, hún kemur venjulega utan frá þ.e. ekki af svæðinu.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda á lóð KKA, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á liðum 1, 5, 6, og 8 á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
1) Samþykkt.

2) Staðsetning tækjaskemmu skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bent er á að um byggingarleyfiskylda framkvæmd er að ræða.

3) Staðsetning félagsheimilis skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bent er á að um byggingarleyfiskylda framkvæmd er að ræða.

4) Um byggingarleyfiskylda framkvæmd er að ræða, m.a. vegna öryggissjónarmiða.

5) Samþykkt. Samkvæmt deiliskipulaginu er einnig gert ráð fyrir hljóðmön meðfram nýrri vegtengingu að Skotsvæði og svæði KKA. Bent er á að staðsetning og hæð hljóðmana skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag.

6) Samþykkt.

7) Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir undirgöngum undir nýjan veg að Skotsvæði og aksturssvæði KKA.

8) Samþykkt.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.