Leiklistarsamband Íslands - ályktun um málefni Leikfélags Akureyrar

Málsnúmer 2014050040

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 162. fundur - 08.05.2014

Ályktun sambandsins lögð fram til umræðu og kynningar.

Vegna ályktunar Leiklistarsambandsins vill stjórn Akureyrarstofu koma eftirfarandi á framfæri: Á árunum 2010-2013 runnu að meðaltali 127 mkr. á ári til reksturs LA. Samtals um 400 mkr. beint til reksturs og 106 mkr. í formi leigu vegna húsnæðis sem LA fær til afnota án endurgjalds.

Ekki stendur til að draga úr framlögum til rekstrar atvinnuleikhúss á Akureyri og í nýrri menningarstefnu er gert ráð fyrir að það sé hornsteinn sviðslistastarfs á Akureyri og í nágrenni. Það eru því engin efni til að álykta eins og stjórn Leiklistarsambandsins gerir um að starfsemi LA leggist af. Stjórn LA hefur hins vegar ákveðið að dregið verið úr eigin framleiðslu félagsins í hálft leikár svo það geti gert upp laun og aðrar skuldbindingar vegna þess leikárs sem er að líða.

Framkvæmdastjóra falið að koma viðbrögðum stjórnarinnar á framfæri við Leiklistarsambandið.