Tímaúthlutun til kennslu 2014-2015

Málsnúmer 2014030100

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 6. fundur - 17.03.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns milli grunnskóla, til almennrar kennslu og sérkennslu, fyrir skólaárið 2014-2015.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

Skólanefnd - 14. fundur - 15.09.2014

Lagt var fram minnisblað og yfirlit yfir stöðuna á úthlutun kennslustunda til kennslu í grunnskólunum dagsett 7. september 2014. Nokkur breyting hefur orðið frá því skólanefnd samþykkti úthlutun kennslustunda á fundi sínum þann 17. mars sl., vegna barna með mikla sérkennsluþörf sem flutt hafa í bæinn og vegna óvenjumikils tilflutnings á nemendum milli grunnskóla í sumar og haust.

Skólanefnd samþykkir að vísa afgreiðslu til umræðu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarauka sem verður til í kjölfar kjarasamninga sem eiga eftir að koma fram.