Óseyri 18 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2014020050

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 480. fundur - 13.02.2014

Erindi dagsett 10. febrúar 2014 þar sem Trausti Adamsson sækir um stöðuleyfi fyrir gáma á lóð nr. 18 við Óseyri, norðurhluta. Meðfylgjandi er teikning og afrit af eignaskiptalýsingu.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem upplýsingar um fyrirhugaða notkun gámanna vantar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 486. fundur - 27.03.2014

Erindi dagsett 10. febrúar 2014 þar sem Trausti Adamsson sækir um stöðuleyfi fyrir gáma á lóð nr. 18 við Óseyri, norðurhluta. Meðfylgjandi er teikning og eignaskiptalýsing. 17. mars 2014. Innkomnar upplýsingar um notkun gámanna.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir tveimur 20 ft. gámum til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 540. fundur - 15.05.2015

Erindi frá febrúar 2014 þar sem Trausti Adamsson sótti um stöðuleyfi fyrir gáma á lóð nr. 18 við Óseyri, norðurhluta.

Erindið var samþykkt til eins árs og nú er búið að senda út ítrekun fyrir stöðuleyfinu sem hefur ekki verið svarað.
Gefin er 7 daga frestur frá dagsetningu þessa bréfs til að fjarlægja gámana.