Samtaka - svæðisráð foreldra - beiðni um fjárstuðning við námskeiðshald

Málsnúmer 2014010103

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 20.01.2014

Erindi dags. 15. nóvember 2013 frá Heimi Eggerz Jóhannssyni fyrir hönd Samtaka, svæðisráðs foreldra grunnskólabarna á Akureyri. Óskað er eftir því að gerður verði samningur milli Samtaka og skóladeildar Akureyrarbæjar um árlegan fjárstuðning vegna námskeiða og fyrirlestra annars vegar og ferðakostnaðar á fulltrúaráðsfundi og aðalfund Heimils og skóla hins vegar.

Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra að ræða við stjórn Samtaka og gera drög að samstarfssamningi.

Skólanefnd - 6. fundur - 17.03.2014

Fyrir fundinn voru lögð drög að samningi milli skóladeildar Akureyrarbæjar og Samtaka - svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að ljúka gerð samnings í samræmi við umræður á fundinum og að samningsupphæðin verði kr. 250.000.