Samtökin ´78 - jafningjafræðsla

Málsnúmer 2013110074

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 02.12.2013

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 1. nóvember 2013 frá Samtökunum ´78. Þar kemur fram að Samtökin ´78 hafa í nokkur ár veitt fræðslu til nemenda í skólum landsins. Fræðslustarfið felur í sér að fræða og upplýsa nemendur, kennara og annað starfsfólk grunnskólanna/framhaldsskólanna um það hvað það er að vera hinsegin (m.a. samkynhneigð/ur, tvíkynhneigð/ur, trans*) og hvernig beri að taka á umræðu um hinsegin fólk.
Boðið er upp á jafningjafræðslu gegn vægu gjaldi til að standa undir kostnaði þar sem félagar Samtakanna ´78 heimsækja bekkjardeildir, halda fyrirlestur, leiða umræður og svara spurningum. Ef viðkomandi sveitarfélag er með þjónustusamning við Samtökin ´78 þá er fræðslan sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Lögð er áhersla á að fundirnir séu líflegir og fræðandi í senn. Einnig er boðið upp á fræðslufyrirlestra fyrir kennara og annað starfsfólk skóla.
Samtökin ´78 hvetja alla til að sýna málefnum hinsegin fólks um heim allan stuðning með því að flagga regnbogafána föstudaginn 17. maí 2014.