Áfangaheimili á Akureyri

Málsnúmer 2013050071

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1164. fundur - 15.05.2013

Lagt fram erindi dags. 18. apríl 2013 frá Gunnari Ómarssyni f.h. líknarfélagsins Vegamóta þar sem kynnt er hugmynd að stofnun áfangaheimilis á Akureyri.

Félagsmálaráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að kalla saman vinnuhóp þvert á deildir bæjarins auk fulltrúa frá Vegamótum, SÁÁ og FSA, sem hafi það hlutverk að meta þörf fyrir áfangaheimili á Akureyri og með hvaða hætti megi koma slíku heimili á fót, ef þörf reynist vera fyrir hendi. Félagsmálaráð óskar eftir skýrslu um málið í ágústmánuði nk.