Njarðarnes 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013030384

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 438. fundur - 03.04.2013

Erindi dagsett 27. mars 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Stofnverks ehf., kt. 481007-0620, sækir um breytingar innanhúss í Njarðarnesi 10 vegna vinnslu lífrænnar olíu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 519. fundur - 27.11.2014

Erindi dagsett 27. mars 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Stofnverks ehf., kt. 481007-0620, sækir um breytingar innanhúss við Njarðarnes 10. Um er að ræða breytingu vegna framleiðslu á lífdísel. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Athugasemdir voru gerðar við innkomnar teikningar 3. apríl 2013.
Þar sem ekki hefur verið sinnt að skila inn viðbótargögnum og leiðréttum teikningum hefur skipulagsstjóri ákveðið að gefa frest til 15. desember 2014 til að skila inn fullnægjandi gögnum ella áskilur hann sér rétt til að grípa til viðeigandi aðgerða sbr. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga þar sem umbeðnar breytingar hafa verið framkvæmdar.