Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

438. fundur 03. apríl 2013 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Bakkasíða 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100075Vakta málsnúmer

Haukur Haraldsson f.h. Kristjáns Tryggvasonar leggur fram reyndarteikningar 27. mars 2013 af bílgeymslu þar sem innréttingum og gluggum hefur verið breytt frá áður samþykktum teikningum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Geislagata 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013030145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Íss og kaffis ehf., kt. 580313-1240, sækir um leyfi til breytinga á Geislagötu 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson og samþykki eiganda og meðeiganda.
Innkomnar teikningar 2. apríl 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Gránufélagsgata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2013 þar sem Kári Pálsson f.h. Idea ehf., kt. 601299-2249, sækir um leyfi til að byggja við hús á lóð númer 47 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Ásgeirsson. Málið er tekið fyrir eftir staðfestingu skipulagsnefndar þann 20. mars s.l. á að byggingin samræmist gildandi deiliskipulagi.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Helgamagrastræti 24 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2013 þar sem Grétar Markússon f.h. Láru Maríu Ellingsen sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Helgamagrastræti 24. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Grétar Markússon.
Innkomnar teikningar 26. mars 2013.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Njarðarnes 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013030384Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Stofnverks ehf., kt. 481007-0620, sækir um breytingar innanhúss í Njarðarnesi 10 vegna vinnslu lífrænnar olíu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Oddeyrartangi 149134 - umsókn um leyfi til breytinga á 2. hæð

Málsnúmer 2011110151Vakta málsnúmer

Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, leggur fram reyndarteikningar 26. mars 2013 af skrifstofuaðstöðu Norðlenska á 2. hæð húss að Oddeyrartanga lnr. 149134. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Oddeyrartangi landnr. 149135 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121231Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús á lóð Norðlenska á Oddeyrartanga, landnúmer 149135. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður c.
2. Gr. 6.8.3. Algild hönnun, snyrtingar og baðherbergi.
3. Gr. 6.8.4. Fjöldi og gerð snyrtinga.
4. Gr. 6.8.6. Algild hönnun, búningsherbergi og baðaðstaða á vinnustöðum.
5. Gr. 13.2.1. - 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Einnig er sótt um frest til þess að skila inn brunahönnun.
Innkomnar teikningar 26. mars 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi ef byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út fyrir 15. apríl nk.

Skipulagsstjóri samþykkir frest til að skila inn brunahönnun til 31. maí n.k.

8.Tjarnarlundur 19 - fyrirspurn um breytingar

Málsnúmer 2013030334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2013 þar sem Pétur Bjarni Gíslason leggur fram fyrirspurn vegna breytinga innanhúss í Tjarnarlundi 19, íbúð 03 0403 (J). Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur sem sýnir breytingarnar.

Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi til skipulagsdeildar og skulu umsókn m.a. fylgja aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði.

9.Þórunnarstræti 93 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2011040094Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri fór þann 18. apríl 2011 fram á uppfærða aðaluppdrætti af Þórunnarstræti 93 í tengslum við umsögn um rekstrarleyfi heimagistingar.
Reyndarteikningar voru lagðar inn 26. mars 2013.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:45.