Þórunnarstræti 99 - Húsmæðraskólinn - athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu

Málsnúmer 2013030153

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Tekin fyrir tilvísun bæjarráðs frá 21. mars 2013:
Hólmsteinn Snædal Rósbergsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að tala máli Húsmæðraskólans við Þórunnarstræti.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar áréttar að samráð hefur verið haft við fulltrúa Minjaverndar um endurbætur á húsinu og tekið hefur verið tillit til athugasemda frá þeim. Skipulagsdeild Akureyrarbæjar sendi arkitektateikningar af húsinu til Minjaverndar til umsagnar og í framhaldinu fóru fulltrúar Fasteigna Akureyrarbæjar til fundar við fulltrúa Minjaverndar þar sem farið var yfir málið. Einnig áréttar stjórnin að húsið er ekki friðað en í samræmi við byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar var ákveðið að halda ytra útliti hússins í sem upprunalegastri mynd.