Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 - skipulagslýsing vegna endurskoðunar

Málsnúmer 2013030139

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 155. fundur - 10.04.2013

Erindi dagsett 14. mars 2013 frá Jónasi Vigfússyni sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er umsagnar Akureyrarkaupstaðar um skipulagslýsingu sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar leggur fram breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 og óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar.Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir allt að 1 MW vatnsaflsvirkjun í landi Tjarna og breytist 12 ha svæði úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.