Akureyrarbær - staða í alþjóðlegu samstarfi í öryggis- og björgunarmálum á norðurslóðum

Málsnúmer 2013030114

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3337. fundur - 09.04.2013

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir að tekin yrði til umræðu staða Akureyrarbæjar í alþjóðlegu samstarfi í öryggis- og björgunarmálum á norðurslóðum.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar þeim árangri sem Landhelgisgæslan hefur náð við að efla samstarf við björgunaraðila hér við norðanvert Atlantshaf. Bæjarstjórn metur mikils góðan hug vinaþjóða í þessum efnum og býður þessar vinaþjóðir velkomnar með sín varðskip áfram sem hingað til, til Akureyrar og fagnar jafnframt áformum um að styrkja enn frekar þetta björgunarsamstarf.

Tillagan var borin upp, Ólafur Jónsson D-lista og Helgi Vilberg Hermannsson A-lista greiddu atkvæði með tillögunni, en atkvæði á móti greiddu Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Oddur Helgi Halldórsson L-lista, Inda Björk Gunnarsdóttir, Hlín Bolladóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista lagði þá fram eftirfarandi bókun:

Ég fagna þeim árangri sem Landhelgisgæslan hefur náð við að efla samstarf við björgunaraðila hér við norðanvert Atlantshaf. Ég met mikils góðan hug vinaþjóða í þessum efnum og býð þessar vinaþjóðir velkomnar með sín varðskip áfram sem hingað til, til Akureyrar og fagna jafnframt áformum um að styrkja enn frekar þetta björgunarsamstarf.