Hverfisnefnd Holta- og Hlíðarhverfis - ýmis mál

Málsnúmer 2013010119

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 429. fundur - 23.01.2013

Berglind Rafnsdóttir, Brynja Sigurðardóttir, Óskar Ingi Sigurðsson og Helgi Stefánsson, fulltrúar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

b) Deiliskipulag sem var lagt fram í vetur um hverfið var rætt og hvað hægt væri að gera til að fá fólk í hverfinu til að velta deiliskipulaginu betur fyrir sér. Hverfisnefnd hefur velt því fyrir sér hvort hægt væri að fá einhvern frá Akureyrarbæ til að halda erindi á aðalfundi í mars/apríl um deiliskipulag sem samþykkt hefur verið og hvaða breytingar á deiliskipulagi eru í bígerð hjá Akureyrarbæ fyrir hverfið.
Hverfisnefndinni bent á að ræða við Pétur Bolla Jóhannesson skipulagsstjóra.

b) Deiliskipulag suðurhluta Hlíðahverfis og deiliskipulag Stórholts og Lyngholts var nýlega samþykkt. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um deiliskipulagningu annarra svæða innan hverfisins á þessari stundu en markmið skipulagsnefndar og skipulagsdeildar er að öll hverfi bæjarins verði deiliskipulögð. 

Skipulagsstjóri er alltaf tilbúinn til skrafs og ráðagerða um skipulagsmálefni hverfa bæjarins ef óskað er eftir því.