Kjarnagata - umsókn um byggingarsvæði

Málsnúmer 2012121077

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 10. desember 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf, óskar eftir að fyrirtækinu verði úthlutað svæði sem skilgreint er sem "opið svæði til sérstakra nota" í aðalskipulagi, í efri hluta Naustahverfis við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi. Einnig er skipulagsstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á svæði er afmarkast af Kjarnagötu í austri og golfvelli í vestri.

Sigurður Guðmundsson A-lista og Edward H. Hiujbens V-lista mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru við fyrirhugaða úthlutun lóðar við Kjarnagötu. Mörkuð er ný stefna fyrir notkun þessarar lóðar án undangenginnar umræðu eða viðeigandi stefnumörkunar í skipulagsnefnd og greiða því atkvæði gegn afgreiðslunni. Áheyrnarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taka undir þetta álit.