Lögmannshlíð - kynning

Málsnúmer 2012110057

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Helga Frímannsdóttir og Þóra Sif Sigurðardóttir deildarstjóri kynntu húsnæði og starfsemi Lögmannshlíðar. Flutningar á nýja heimilið gengu vonum framar, 45 íbúar fluttu í nýjar glæsilegar aðstæður á einum degi og voru furðu fljótir að venjast nýjum aðstæðum. Einn heimilislaus íbúi bættist fljótlega í hópinn en það er kötturinn Inja sem bauð sér í heimsókn og hefur síðan átt heima í Lögmannshlíð öllum til ánægju.

Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:56.