Breyting á hámarkshraða á Drottningarbraut

Málsnúmer 2012110018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 5. nóvember 2012 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar leggur til að hámarkshraði verði lækkaður úr 70 í 60 km/klst á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri til að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Einnig er lagt til að gerð verði miðeyja vegna þverunar götunnar með göngubraut norðan Miðhúsabrautar.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á hámarkshraða á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri þannig að hámarkshraði frá Leiruvegi og 200 m suður fyrir gatnamót Miðhúsabrautar verði 50 km og einnig að gerð verði miðeyja á Drottningarbraut vegna göngubrautar við Miðhúsabraut.