Brekatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012090222

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytinguna en frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 145. fundur - 10.10.2012

Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir geymslur sem verða niðurgrafnar og niðurfellingu á heimild til að byggja 13 hæða fjölbýlishús í stað 9 hæða húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Erindi dags. 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir geymslur sem verða niðurgrafnar og niðurfellingu á heimild til að byggja 13 hæða fjölbýlishús í stað 9 hæða húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.