Reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma

Málsnúmer 2012060181

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1146. fundur - 27.06.2012

Erindi dags. 31. maí 2012 frá velferðarráðuneytinu varðandi vinnulag við nýja reglugerð um færni- og heilsumat við hvíldarinnlagnir.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á Búsetudeild kynnti nýja reglugerð frá velferðarráðuneytinu um færni- og heilsumat. Í stað tveggja vistunarmatsnefnda hefur verið skipuð þriggja manna færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi til þess að annast mat á þörf einstaklinga fyrir dvöl í hjúkrunarrými og dvalrrými. Nýmæli er að nefndin metur líka þörf fyrir hvíldarinnlagnir.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.