Fjárhagsáætlun 2013 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2012060169

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1146. fundur - 27.06.2012

Fjárhagsáætlunarferli 2013 og rammar lagðir fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1149. fundur - 12.09.2012

Fjallað um fjárhagsramma deilda félagsmálaráðs og lögð fram drög að fjárhagsáætlun búsetudeildar, fjölskyldudeildar, heilsugæslustöðvar og öldrunarheimila.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum deilda ráðsins að senda inn umsagnir við útgefinn fjárhagsramma deildanna 2013.

Félagsmálaráð - 1150. fundur - 26.09.2012

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2013 og 3ja ára áætlun fyrir deildir félagsmálaráðs: búsetudeild, fjölskyldudeild, heilsugæslustöð og öldrunarheimili.

Félagsmálaráð samþykkir drög að fjárhagsáætlunum 2013 fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Félagsmálaráð samþykkir drög að þriggja ára áætlun fjölskyldudeildar og búsetudeildar.

Félagsmálaráð leggur til breytingar á gjaldskrá fyrir félagsstarf eldri borgara í Viðilundi 22 og Bugðusíðu 1 sem og breytingar á gjaldskrá fyrir heimaþjónustu frá 1. janúar 2013. Breytingum á gjaldskrá vísað til bæjarráðs.