Fuglavernd

Málsnúmer 2012060057

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 74. fundur - 05.06.2012

Umræður um dráp á friðuðum fuglum.

Umhverfisnefnd vill af gefnu tilefni vekja athygli á að nýr landnemi á Akureyri, stari, er alfriðaður fugl og því alvarlegt brot á fuglaverndarlögum að eyðileggja hreiður og deyða unga hans.

Umhverfisnefnd vill beina því til allra er málið varðar að virða þessa friðun og láta fuglinn ljúka varpi og koma upp ungum og að því loknu þá grípa til fyrirbyggjandi aðgerða með því að loka fyrir aðgengi starans til hreiðurgerðar.