Hlíðarskóli - umræður um stöðu skólans

Málsnúmer 2012060003

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Erindi dags. 22. apríl 2012 frá Bryndísi Valgarðsdóttur skólastjóra í Hlíðarskóla, þar sem reifuð er saga skólans, staða hans í dag dregin upp og óskað eftir viðræðum um svigrúm skólans til áframhaldandi þróunar og hvað gera beri í ljósi þróunar síðustu missera í eftirspurn eftir skólavist og þá einnig með hliðsjón af húsnæði og þróun þess.

Skólanefnd felur fræðslustjóra í samráði við skólastjóra Hlíðarskóla, að greina betur þarfir skólans fyrir breytingar á aðstöðu og viðbætur með hliðsjón af óskum sem fram koma í erindinu.