Saman-hópurinn - hvatning til sveitarstjórna

Málsnúmer 2012050240

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Erindi dags. 23. maí 2012 frá Saman-hópnum þar sem sveitarfélög sem bjóða á stórar bæjarhátíðir í sumar eru hvött til að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Þá eru sveitarfélög hvött til að leggja öðru fremur áherslu á samveru fjölskyldunnar og á að skapa góðar minningar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir með Saman-hópnum og ítrekar jafnframt bókun sína frá því 1. júní 2011 þar sem segir: Samfélags- og mannréttindaráð hvetur foreldra til að axla ábyrgð á uppeldishlutverki sínu og gefa ekki ólögráða ungmennum leyfi til að sækja skemmtanir og viðburði, jafnvel í önnur sveitarfélög, án þess að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir að ungmennaráð taki erindið einnig fyrir.