Viðurkenningar skólanefndar 2012

Málsnúmer 2012050030

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til viðurkenninga skólanefndar árið 2012. Fyrir fundinum lá að tilnefna fulltrúa í valnefnd og ákveða dagsetningu uppskeruhátíðar, þar sem viðurkenningar verða afhentar.

Skólanefnd samþykkir að tilnefna Helga Vilberg Hermannsson sem sinn fulltrúa og að uppskeruhátíðin verði fimmtudaginn 31. maí nk.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Farið var yfir stöðu málsins, en Samtaka hefur tilnefnt Guðjón Hrein Hauksson sem sinn fulltrúa í valnefndina og Jenný Gunnbjörnsdóttir verður fulltrúi Miðstöðvar skólaþróunar HA.

Skólanefnd - 9. fundur - 27.05.2013

Kynning á stöðu tilnefninga vegna viðurkenninga skólanefndar 2013.

Helgi Vilberg Hermannsson A-lista verður fulltrúi skólanefndar í dómnefndinni.