Tónlistarskólinn á Akureyri - gjaldskrá og innheimtumál

Málsnúmer 2012050028

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Ódags. erindi frá stjórn Tónlistarskólans á Akureyri þar sem lagt er til að gjaldskrá skólans verði tekin til endurskoðunar til að draga úr þeim mikla mun sem t.d. er á gjöldum vegna grunnnáms og framhaldsnáms. Þá er óskað eftir afstöðu skólanefndar til innritunar nemenda sem eru í verulegum vanskilum með námsgjöld.
Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri og Kolbrún Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd telur eðlilegt að sömu reglur um innheimtu gjalda gildi um Tónlistarskólann á Akureyri og leikskóla og frístund grunnskóla á Akureyri. Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá er frestað.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Hjörtur Narfason og Vilborg Þórarinsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:45.
Önnur umræða um breytingar á gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyri, en tillögur þar um voru kynntar á síðasta fundi nefndarinnar.

Skólanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir því að skólastjóri mæti á næsta fund og svari spurningum sem upp komu í umræðum á fundinum.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Karl Frímannsson sat fundinn sem gestur.
Á fundinn mættu skólastjórnendur Tónlistarskólans á Akureyri, Hjörleifur Örn Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir, samanber bókun á síðasta fundi skólanefndar og færðu frekari rökstuðning fyrir tillögu sinni um breytingar á gjaldskrá skólans.

Skólanefnd samþykkir að vísa tillögunni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og þá fari einnig fram umræða um grundvallarforsendur gjaldskrár Tónlistarskólans á Akureyri.