Tónlistarskólinn á Akureyri - skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2012050027

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Ódags. erindi frá stjórn Tónlistarskólans á Akureyri þar sem óskað var eftir afstöðu skólanefndar til tillagna um að nemendum verði óheimilt að stunda nám á fleiri en eitt hljóðfæri við skólann og að staða trommusetts-kennara verði lögð niður. Ástæður þessara tillagna eru að gera þarf breytingar til að lækka kostnað við rekstur skólans þar sem ákvörðun var tekin um það í fjárhagsáætlun ársins 2012 að skólinn yrði frá hausti að hagræða fyrir þeim kostnaðarauka sem varð af því ákvæði í kjarasamningi, sem samþykktur var á árinu 2011, að greiða skuli álag til kennara vegna nemenda sem eru í hálfu námi og álag vegna hópkennslu.
Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri og Kolbrún Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd styður þær skipulagsbreytingar sem lagðar eru til í erindinu, en óskar eftir því að fyrir skólanefnd verði lagðar viðmiðunarreglur til staðfestingar, um það hvaða nemendum standi til boða að stunda tvöfalt nám við skólann.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Fyrir fundinn voru lagðar tillögur að viðmiðunarreglum vegna nemenda sem fá að stunda nám á tvö hljóðfæri, samanber bókun skólanefndar á fundi þann 4. maí sl.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.