Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing 2012

Málsnúmer 2012030132

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 116. fundur - 08.03.2012

Farið yfir efni og áherslur í drögum að auglýsingu fyrir starf verkefnisstjóra atvinnumála, en verkefnisstjórn um atvinnumál hefur jafnframt farið yfir drögin.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að auglýsa starfið og heimilar að leitað verði til ráðningarstofu um umsjón með ráðningarferlinu.

Stjórn Akureyrarstofu - 124. fundur - 24.05.2012

Ráðgjafafyrirtækið Capacent hefur að undanförnu unnið úr þeim umsóknum sem bárust um starf verkefnisstjóra atvinnumála. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu tóku ásamt ráðgjafa frá Capacent seinni viðtöl við þá sem eftir stóðu. Lagðar fram til umsagnar stjórnar Akureyrarstofu þær 3 umsóknir sem taldar eru sterkastar.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra og þeim tveimur fulltrúum úr stjórn sem að vinnslu málsins hafa komið, að ljúka því í samræmi við umræður á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 125. fundur - 13.06.2012

Á síðasta fundi stjórnar var framkvæmdastjóra og tveimur fulltrúum úr stjórn falið að klára ráðninguna í samræmi við þá vinnu og umræðu sem fram hafi farið. Ráðningarferlinu er nú lokið og hefur Hreinn Þór Hauksson verið ráðinn í starfið.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir ráðninguna og býður Hrein Þór Hauksson velkominn til starfa.

Stjórn Akureyrarstofu - 166. fundur - 11.06.2014

Lögð fram tillaga um ráðningu nýs verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu. Umsækjendur voru í upphafi 44. Ráðningarferlið var í höndum Capacent ráðninga, en framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og tveir fulltrúar úr stjórninni, þau Helena Þ. Karlsdóttir og Sigfús Arnar Karlsson, komu að lokaúrvinnslu umsókna og tóku þátt í seinni viðtölum við 5 umsækjendur sem þóttu best koma til greina.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framkomna tillögu um að Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur verði boðið starf verkefnisstjóra atvinnumála Akureyrarstofu.