Stjórn Akureyrarstofu

116. fundur 08. mars 2012 kl. 16:00 - 18:20 Sjónlistamiðstöðin á Akureyri
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2012 - Sjónlistamiðstöðin

Málsnúmer 2012030099Vakta málsnúmer

Fundurinn fór fram í Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri. Hannes Sigurðsson forstöðumaður tók á móti stjórninni og var byrjað á leiðsögn um þær sýningar sem eru í Sjónlistamiðstöðinni um þessar mundir í Listasafninu annars vegar og Ketilhúsinu hins vegar. Að því loknu var farið yfir fyrstu skrefin í starfsemi nýju miðstöðvarinnar, helstu verkefni sem unnið er að og þau úrlausnarefni sem fyrir liggja.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir áhugaverða og upplýsandi leiðsögn og greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem eru í deiglunni í Sjónlistamiðstöðinni.

2.Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í viðræðum fulltrúa Akureyrarbæjar og stjórnar LA um lausn á rekstrarvanda félagsins. Rætt hefur verið um tvær megin leiðir til að koma rekstri félagsins á réttan kjöl. Svonefnd skemmri leið sem felur í sér að félagið fer í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir á næsta leikári sem ásamt aðgerðum Akureyrarbæjar duga til þess að félagið verði því sem næst skuldlaust haustið 2013 og geti starfað af fullum krafti. Þessi leið gerir ráð fyrir mikilli og samningsbundinni samvinnu LA, Borgarleikhússins og Menningarfélagsins Hofs til að tryggja ásættanlegt framboð og framleiðslu á leiklist á Akureyri á næsta leikári. Hin leiðin sem nefnd hefur verið lengri leiðin felur í sér að LA fær lán fyrir öllum skuldum félagsins sem greitt yrði til baka á 5 árum með niðurskurði í rekstri á samningstímanum og árangurstengdum niðurfærslum á láninu.
Stjórn Akureyrarstofu tekur að sinni ekki afstöðu til þeirra leiða sem kynntar voru á fundinum en felur formanni stjórnar og framkvæmdastjóra að halda áfram viðræðum við stjórn LA og ítarlegri könnun á báðum kostum.

3.Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing 2012

Málsnúmer 2012030132Vakta málsnúmer

Farið yfir efni og áherslur í drögum að auglýsingu fyrir starf verkefnisstjóra atvinnumála, en verkefnisstjórn um atvinnumál hefur jafnframt farið yfir drögin.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að auglýsa starfið og heimilar að leitað verði til ráðningarstofu um umsjón með ráðningarferlinu.

Fundi slitið - kl. 18:20.