Fjölskyldudeild - Stuðningurinn heim - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2012030015

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1140. fundur - 07.03.2012

Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri og Sólveig Fríða Kjærnested ráðgjafi kynntu þróunarverkefni í félagsþjónustu Stuðninginn heim. Lögð var fram greinargerð Guðrúnar Sigurðardóttir framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dags. 24. febrúar 2012.

Félagsmálaráð fagnar því að þetta þarfa verkefni sé komið í gang.

Jóhann Ásmundsson V-lista mætti á fundinn kl. 14:30.

Félagsmálaráð - 1161. fundur - 13.03.2013

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri, Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri og Ragna Valdís Elísdóttir starfsmaður stuðningsins heim kynntu stöðu verkefnisins og áform deildarinnar um að sameina þrjá þjónustuþætti sem veita barnafjölskyldum aðstoð inn á einkaheimili. Lögð fram minnisblöð KG og RVE dags. 11. mars 2013.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með áform deildarinnar um að sameina þjónustuþætti sem veita barnafjölskyldum aðstoð inn á heimilum þeirra.

Félagsmálaráð - 1188. fundur - 02.07.2014

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti stöðuna í verkefninu Stuðningurinn heim og fyrirhugaðar breytingar á þjónustunni.
Félagsmálaráð er sammála þeim breytingum sem lagðar eru til og heimilar fyrir sitt leiti að tvær hálfar stöður verði auglýstar til að sinna verkefnum sameinaðs úrræðis.