Hljóð- og reykmengun og löggæsla í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2012020079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3310. fundur - 01.03.2012

Erindi dags. 6. febrúar 2012 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra þar sem óskað er eftir viðbrögðum Akureyrarbæjar við 3. lið í fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 7. september 2011 svohljóðandi:
Kvartanir hafa borist frá íbúum í miðbæ Akureyrarbæjar vegna hávaða um kvöld og nætur frá veitinga- og skemmtistöðum á svæðinu (röskun á nætursvefni). Vandinn virðist að verulegu leyti vera til kominn vegna háreysti frá fólki sem er á leið á milli staða á svæðinu og einnig vegna dvalar fólks utandyra á reykingasvæðum veitinga- og skemmtistaða. Heilbrigðisnefnd mælist til þess við Akureyrarbæ að komið verði til móts við sjónarmið íbúa með því að stytta afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða í miðbæ Akureyrar og með því að efla löggæslu í miðbæ Akureyrarbæjar.

Í gildi er lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, sem endurskoðuð var síðast 2009 og samþykkt í bæjarstjórn 3. febrúar 2009 og staðfest af ráðherra 11. júní 2009.

Þar er m.a. fjallað um almennar velsæmisreglur og ónæði á almannafæri.

Þar er einnig ákvæði um opnunartíma veitingarhúsa og almennt skemmtanahald.

Ekki er gert ráð fyrir að lögreglusamþykkt verði endurskoðuð á næstu misserum.

Bæjarráð bendir á að Akureyrarbær fer ekki með löggæslu í bænum.