Tónlistarskólinn á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samstarf vegna tónleika

Málsnúmer 2012020013

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 06.02.2012

Erindi dags. 1. febrúar 2012 frá Mögnu Guðmundsdóttur f.h. Tónlistarskólans á Akureyri varðandi samstarf Tónlistarskólans og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna tónleika 5. maí 2012. Magna Guðmundsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu. Þar er óskað eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til þess að geta staðið undir launakostnaði við verkefnið. Þá er óskað eftir því að þetta samstarf verði formgert sem árviss viðburður.

Skólanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðan kostnað við verkefnið.

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Erindi dags. 1. febrúar 2012 frá Mögnu Guðmundsdóttur f.h. Tónlistarskólans á Akureyri varðandi samstarf Tónlistarskólans og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna tónleika 5. maí 2012. Óskað var eftir samþykki skólanefndar fyrir verkefninu sem slíku, en samkvæmt upplýsingum frá skólanum mun starfið rúmast innan fjárheimilda.

Skólanefnd hvetur til þess að Tónlistarskólinn og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gangi frá formlegu samstarfi sín á milli. Skólanefnd telur einnig mikilvægt að öll verkefni sem Tónlistarskólinn leggur fjármagn í með hljómsveitinni verði fyrst og fremst þróuð að frumkvæði Tónlistarskólans með hagsmuni nemenda að leiðarljósi þannig að það nýtist sem flestum þeirra.