Tölvubúnaður í grunnskólum

Málsnúmer 2012010259

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Lögð var fyrir fundinn samantekt frá Hjörleifi Hjálmarssyni fagráðgjafa í tölvumálum um stöðu tölvumála í grunnskólunum. Fram kom að umræða um endurnýjun á tölvum fyrir kennara er mikil í skólunum vegna aldurs tölvubúnaðarins.

Skólanefnd telur brýnt að endurnýja tölvubúnað skólanna og samþykkir að taka málið upp við gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar.

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Sagt var frá ráðstefnu um notkun spjaldtölva í skólum, sem nokkrir skólanefndarfulltrúar sóttu nýverið.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að vinna áfram að málinu og óskar eftir umsögn ungmennaráðs Akureyrarbæjar um notkun spjaldtölva í skólastarfi. 

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Á fundinn mættu Bergþóra Þórhallsdóttir og Jón Baldvin Hannesson sem fulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum bæjarins og kynntu hugmyndir hópsins um tölvu- og spjaldtölvuvæðingu skólanna á næstu árum, en þessar hugmyndir ganga einnig út á breytingar á starfsháttum í skólunum.

Skólanefnd þakkar hópnum fyrir þá vinnu sem kynnt var á fundinum og felur fræðslustjóra að sjá til þess að hugmyndirnar verði kostnaðarreiknaðar.