Þjónustusamningur heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um heilsugæslu 2008-2010

Málsnúmer 2012010237

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1138. fundur - 25.01.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti skýrslu vegna þjónustusamnings Akureyrarbæjar og þáverandi heilbrigðisráðuneytis um heilsugæsluþjónustu fyrir árin 2008-2010. Fram kemur í skýrslunni hvernig niðurskurður hefur haft áhrif á þjónustu og starfsemi heilsugæslunnar.

Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af fjölda íbúa sem ekki eiga kost á heimilislækni. Einnig veldur aukið álag í heimahjúkrun áhyggjum þar sem fjárveitingar hafa ekki haldist í hendur við aukna þörf fyrir þjónustu.