Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni vegna aðstöðumála

Málsnúmer 2012010227

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 104. fundur - 26.01.2012

Erindi dags. 12. janúar 2012 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Nökkva félags siglingamanna þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000 til að setja upp bráðabirgðahúsnæði með sturtum og búningsaðstöðu.

Íþróttaráð samþykkir að veita Nökkva félagi siglingamanna styrk að upphæð kr. 250.000 til að setja upp bráðabirgðahúsnæði fyrir búningsaðstöðu með fyrirvara um að byggingarleyfi fáist.