Öldrunarheimili Akureyrar - að efla áhuga á störfum á ÖA og fjölga fagfólki

Málsnúmer 2012010095

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1137. fundur - 11.01.2012

Samkvæmt mannfjöldaspám mun öldruðum fjölga í framtíðinni, aldraðir munu lifa lengur með fjölþætta sjúkdóma. Fyrirséð er að erfitt getur orðið að fá starfsfólk til starfa í öldrunarþjónustu í framtíðinni. Samkvæmt starfsáætlun 2011-2014 skal skipa starfshóp sem gerir áætlun um aðgerðir til þess að gera störf á ÖA sýnileg og áhugaverð. Einnig verði gerð áætlun um átak til þess að fjölga fagfólki.
Starfshópur skili tillögum fyrir árslok 2012.

Félagsmálaráð skipar Dag Fannar Dagsson og Jóhann Ásmundsson í vinnuhóp til þess að vinna aðgerðaráætlun til að gera störf á ÖA sýnilegri og áhugaverðari og að fjölga fagfólki. Framkvæmdastjóra ÖA er falið að leita eftir tilnefningum annarra aðila í vinnuhópinn.