Ungmennafélag Íslands - gisting íþróttahópa í skólum

Málsnúmer 2012010072

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Erindi dags. 3. janúar 2012 frá Sæmundi Runólfssyni f.h. Ungmennafélags Íslands varðandi tillögu sem samþykkt var á 47. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi dagana 15.- 16. október 2011. Á stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn var 25. nóvember 2011 var ennfremur samþykkt að óska eftir því við sveitarfélögin að veita hópum sem eru í íþróttakeppni eða í öðrum samskiptum gistingu á afsláttarkjörum í skólum viðkomandi sveitarfélags.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum, en þar kom m.a. fram að á Akureyri er íþróttahópum veitt gisting á afsláttarkjörum nú þegar.