Hafnarstræti 57 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2011120460

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 130. fundur - 11.01.2012

Erindi dagsett 29. desember 2011 þar sem Helga Mjöll Oddsdóttir f.h. Leikfélags Akureyrar, kt. 420269-6339, sækir um undanþágu skv. gr. 11.1.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar, vegna viðburðarskiltis sem fyrirhugað er að komi tímabundið (tveir mánuðir) á framhlið Samkomuhússins til að auglýsa leikritið Gulleyjuna. Stærð skiltisins er 6x14m (84m2). Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Meirihluti skipulagsnefnd samþykkir uppsetningu viðburðarskiltisins þar sem starfsemi Leikfélagsins er ekki í samkeppni við aðra aðila á Akureyri í sambærilegum rekstri.

Leyfið er veitt tímabundið frá 15. janúar til 15. mars 2012 á grundvelli undanþágugreinar 11.1.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Í ljósi þess að endurskoðuð reglugerð um skilti hefur aðeins verið í gildi í stuttan tíma og að mínu mati eru rök fyrir undanþágu ekki nægileg samþykki ég ekki þessa umsókn.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 29. desember 2011 þar sem Helga Mjöll Oddsdóttir f.h. Leikfélags Akureyrar, kt. 420269-6339, sækir um undanþágu skv. gr. 11.1.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar, vegna viðburðarskiltis sem fyrirhugað er að komi tímabundið (tveir mánuðir) á framhlið Samkomuhússins til að auglýsa leikritið Gulleyjuna. Stærð skiltisins er 6x14m (84m2).
Innkomin umsögn Húsafriðunarnefndar dagsett 10. janúar 2012 þar sem lagst er gegn veitingu leyfisins á grundvelli þess að húsið sé friðað og að skiltið myndi hylja nær alla framhlið hússins.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli 9. gr. húsafriðunarlaga þar sem Húsafriðunarnefnd mælir gegn leyfi fyrir viðburðarskiltinu.

Fyrri ákvörðun meirihluta nefndarinnar frá 11. janúar er því dregin til baka.